Jákvæð áhrif Pokémon go á hreyfingu

Axel Valur Þórisson og Eyþór Örn Hafliðason Pokémon go-spilarar á …
Axel Valur Þórisson og Eyþór Örn Hafliðason Pokémon go-spilarar á veiðum í miðbænum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Símaleikurinn Pokémon go hefur orðið til þess að auka hreyfingu margra.

Magnús Valur Hermannsson pokémon-meistari segir að hann hafi lesið fjölda færslna á erlendum pokémon-spjallsíðum frá fólki í ofþyngd sem fékk aukahvatningu til að fara út og hreyfa sig með leiknum. Þá hafi leikurinn aukið hans eigin hreyfingu, segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Engar rannsóknir hafa enn verið gerðar á áhrifum leiksins á hreyfingu en að sögn Gígju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hreyfingar hjá landlækni, er mjög jákvætt ef þeir sem eru annars fastir inni í tölvunni fara út og hreyfa sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert