Vart hefur orðið við loðnu út af Vestfjörðum

Vart hefur orðið loðnu útaf Vestfjörðum síðustu daga. Hér eru …
Vart hefur orðið loðnu útaf Vestfjörðum síðustu daga. Hér eru Beitir NK 123 og Venus NS 150 á loðnumiðum.

Skip á veiðum út af Vestfjörðum hafa orðið vör við talsvert af loðnu á þeim slóðum.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þetta gefi góð fyrirheit en ekkert sé hægt að fullyrða í hve miklu magni hún finnist fyrr en eftir leiðangur í september.

„Mælingar okkar frá því í september í fyrra benda til þess að veiðistofn loðnu á næstu vertíð verði lítill. Á þessu var hins vegar fyrirvari, þannig að menn ættu ekki að gefa sér niðurstöðuna fyrr en búið er að fara yfir útbreiðslusvæði loðnunnar í haust,“ segir Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert