Pourquoi Pas? í Reykjavík

Pourquoi Pas? kemur á ný til Reykjavíkur 16. september, þegar …
Pourquoi Pas? kemur á ný til Reykjavíkur 16. september, þegar þess verður minnst að 80 ár eru liðin frá því að nafna þess fórst. mbl.is/Júlíus

Flaggskip frönsku hafrannsóknastofnunarinnar, Pourquoi Pas? V, kom til Reykjavíkur í fyrradag.

Pourquoi Pas? ber nafn skips Jean-Baptistes Charcots landkönnuðar, sem fórst hér við land 16. september 1936 ásamt 39 öðrum úr áhöfn skipsins. Pourquoi Pas? er fimmta rannsóknarskipið með því nafni.

Flaggskipið kom hingað til lands í fyrsta skipti árið 2012. Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Pourquoi Pas? myndi hafa skamma viðdvöl hér að þessu sinni, en það væri væntanlegt aftur til Reykjavíkur 16. september nk. þegar þess verður minnst með ýmiss konar viðburðum að 80 ár eru liðin frá því að Pourquoi Pas? IV fórst við Íslandsstrendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert