Sendir Renzi samúðarkveðjur

Eyðilegging í þorpinu Arquata del Tronto í kjölfar skjálftans sem …
Eyðilegging í þorpinu Arquata del Tronto í kjölfar skjálftans sem var 6,2 stig. Að minnsta kosti 247 létust í skjálftanum. AFP

Forsætisráðherra Íslands hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær.

„Íslendingar þekkja hvað öfl náttúrunnar geta verið miskunnarlaus og eru hugur okkar og bænir hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda af völdum þeirra. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að veita aðstoð,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert