Þjóðaröryggisráð sett á laggirnar

Alþingi samþykkti stofnun þjóðaröryggisráðs í gær.
Alþingi samþykkti stofnun þjóðaröryggisráðs í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á Alþingi í gær að setja á fót þjóðaröryggisráð. Flutningsmaður frumvarpsins var Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og var það samþykkt með 40 atkvæðum en þær Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG, sátu hjá.

Tilgangur þjóðaröryggisráðs er að framfylgja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og endurskoða hana ef þurfa þyki. Þjóðaröryggisstefnan er nýmæli á Íslandi og sama má segja um þjóðaröryggisráðið.

Engin sambærileg stefna eða ráð hefur verið til á Íslandi fram að þessu. Í greinargerð með frumvarpi um þjóðaröryggisstefnu segir að nauðsyn slíkrar stefnu sé augljós. Er sú skoðun byggð á vinnu þverfaglegs starfshóps um hættumat fyrir Ísland og þingmannanefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.

Athugasemd sett inn klukkan 9.15

Svo virðist sem þetta sé ekki rétt frétt þar sem þingfundi var frestað í gær vegna fjarveru þingmanna. Fréttin um þjóðaröryggisráðið var flutt úr Morgunblaðinu í morgun. 

Frétt mbl.is: Frestað vegna fjarvista þingmanna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert