Ekki farið fram á gæsluvarðhald vegna skotvopna í skútu

Suðureyri við Súgandafjörð.
Suðureyri við Súgandafjörð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem hótaði að beita skotvopni um borð í erlendri skútu við bryggjuna á Suðureyri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var ekki talið tilefni til frekari rannsókna og telst málinu lokið.

Frétt mbl.is: Hótaði að beita skotvopni

Lagt var hald á þrjú skotvopn sem voru um borð í skútunni og þau afhent tollgæslu, en að sögn lögreglu var um að ræða bæði „venjuleg og öflug skotvopn“.  Manninum var gert að greiða sekt á grund­velli vopna­laga og fyrir brot á lög­um er snúa að til­kynn­ing­ar­skyldu skipa til vakt­stöðvar sigl­inga.

Mennirnir þrír sem voru um borð í skútunni voru að sögn lögreglu erlendir menn á ferðalagi, en einn þeirra taldi ástæðu til að ætla að skip­stjór­inn myndi grípa til vopna vegna ágrein­ings um borð í skút­unni og tilkynnti lögreglu. Skútan var tollafgreidd í gær og er hún því farin frá landinu. 

Frétt mbl.is: Lögðu hald á þrjú skotvopn í skútunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert