Fentanýl gangi kaupum og sölum á Íslandi

Lögreglan hefur áhyggjur af því að fentanýl kunni að ganga kaupum og sölum á Íslandi í formi dufts, kristalla og taflna. Fentanýl er mjög sterkt verkjalyf sem getur valdið dauða hjá þeim sem kunna ekki með það að fara. Lögreglan rannskar nú andlát sem talið er tengjast lyfinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér.

Þar minnir lögreglan á að notkun verkjalyfsins fentanýl skuli ávallt vera í samráði við lækni. 

„Lögreglan bendir á, að fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum séu rakin til notkunar á fentanýl, en lögreglan rannsakar nú andlát ungs manns á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi þar sem grunur leikur á að umrætt lyf hafi komið við sögu.

Lögreglan hefur jafnframt áhyggjur að fentanýl kunni að ganga hér kaupum og sölum í formi dufts, kristalla og taflna. Vitað er að fentanýl er boðið til sölu á netinu hjá aðilum í Asíu og Suður-Ameríku. Lögreglan ítrekar að fentanýl er mjög sterkt verkjalyf og því stórhættulegt í höndum þeirra sem kunna ekki með það að fara og á einvörðungu að nota í samráði við lækni,“ segir lögreglan.

Þá minnir hún á umfjöllun um fentanýl á heimasíðum embættis landlæknis og Lyfju.

Fræðsluefni ætlað almenningi um öryggi við notkun og förgun fentanýl lyfjaplástra má ennig finna á vef Lyfjastofnunar.

Fyrri fréttir mbl.is

Einn lést af völdum fentanýls í fyrra

Funda vegna fentanýlsneyslu

Hætta að anda við misnotkun fentanýls 

Rannsaka andlát ungs manns

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert