Funda um stöðvun framkvæmda

Verkamenn steypa upp stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar. Myndin er úr safni.
Verkamenn steypa upp stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar. Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Atvinnuveganefnd Alþingis ætlar að ræða stöðuna sem upp er komin eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Kristján Möller, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni sem óskaði eftir fundinum, segir að kalla ætti málsaðila á fund nefndarinnar.

„Eftir skoðun og samtöl við fjölda aðila tel ég rétt að nefndin fundi og kalli á sinn fund t.d. fulltrúa Landsnets og Landsvirkjunar, fulltrúa sveitarfélaganna á framkvæmdasvæðinu, fyrirtækið PCC og fulltrúa Landverndar,“ segir í tilkynningu frá Kristjáni þar sem hann greinir frá því að Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, hafi fallist á að funda um málið á þriðjudag.

Úrskurðarnefndin felldi tvo úrskurði á föstudag fyrir viku um stöðvun framkvæmda vegna ákv­arðana sveit­ar­stjórn­ar Þing­eyj­ar­sveit­ar um að samþykkja fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Þeistareykjalínu 1 og Kröflu­línu 4. Úrsk­urðirn­ir eru til bráðabirgða á meðan nefnd­in fjall­ar um kær­ur Land­vernd­ar vegna út­gáfu fram­kvæmda­leyf­anna.

Talið er að úrskurðirnir geti tafið afhendingu orku til kísilvers PCC á Bakka sem er í kjördæmi Kristjáns.

Fréttir mbl.is:

Uppbygging á Bakka í uppnámi

Úrskurðarnefnd stöðvar framkvæmdir

PCC fórnarlamb í kærumáli

Ráðherra getur ekki beitt sér í málinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert