Fundu loftbyssu á kærastanum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag kærustupar á lögreglustöð til skýrslutöku eftir að kona óskaði eftir aðstoð og sagði að kærasti sinn hefði ráðist á sig. Á kærastanum fannst loftbyssa sem hann var ekki skráður fyrir.

Um kl. 13.30 var umferðarslys á Reykjavíkurvegi við Hjallabraut. Ökumenn og farþegi í öðrum bílnum fóru á slysadeild til skoðunar en meiðsl voru talin minniháttar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um að hafa ekið yfir gatnamótin á móti rauðu ljósi.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í höfuðborginni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í öðru tilvikinu reyndist bifreið viðkomandi enn á nagladekkjum.

Þá var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í Grafarvogi um kl. 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert