Gljúfrasteinn verður lokaður út árið

Búið er að reisa vinnupalla við íbúðarhúsið og verður m.a. …
Búið er að reisa vinnupalla við íbúðarhúsið og verður m.a. ráðist í endurbætur á þaki. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það skapaðist í raun hálfgert neyðarástand sem við þurftum að bregðast við.“

Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður safnsins á Gljúfrasteini, en safnið hefur verið lokað almenningi frá því í janúar vegna mikilla rakavandamála í gólfi og veggjum.

Upphaflega stóð til að safnið yrði lokað í um tvo mánuði vegna viðhalds en nú er stefnt að því að opna það í janúar á næsta ári. Allur safnkostur hefur verið fluttur út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sjá uppfærða frétt með myndum: Brugðist við neyðarástandi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert