Samfylkingin kýs um tvö efstu sætin í NV-kjördæmi

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 8.-10. september 2016.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 8.-10. september 2016. mynd/Heiðdís

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi mun fara fram dagana 8.-10. september og fer prófkjörið fram í gegnum rafræna kosningu. Aðeins þrír gefa kost á sér í tvö efstu sætin og stendur kjörið milli þeirra Guðjóns Brjánssonar forstjóra, Ingu Bjarkar Bjarnadóttur háskólanema og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur alþingismanns. Þau Guðjón og Ólína sækjast bæði eftir fyrsta sæti en Inga Björk eftir öðru til fyrsta sæti. 

Að sögn Geirs Guðjónssonar, formanns kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, bárust fleiri framboð í önnur sæti en að höfðu samráði við frambjóðendur sem gáfu kost á sér í 3.-4. sæti var ákveðið að vísa þeim í uppstillingu.

Frétt mbl.is: Aðeins þrír í framboði í NV-kjördæmi

Gert er ráð fyrir jöfnum kynjahlutföllum á lista en þar sem Guðjón og Ólína sækist aðeins eftir fyrsta sæti liggur ekkert ljóst fyrir hvernig sæti munu raðast. 

Kosið verður rafrænt með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar og lýkur kosningu klukkan 18:00 laugardaginn 10. september og er prófkjörið opið öllum félögum Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem hafa náð 16 ára aldri þann dag.

Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt. Þá er hægt að óska eftir póstlögðum kjörseðli hjá formanni kjörstjórnar í gegnum netfangið samfo.profkjor.nv@gmail.com eða í síma 698-1036.

Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi.
Inga Björk Bjarnadóttir háskólanemi. Ljósmynd/aðsend
Guðjón Brjánsson forstjóri.
Guðjón Brjánsson forstjóri. Ljósmynd/aðsend
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert