Norður á sem minnstu eldsneyti

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu þar sem ekið er frá Reykjavík til Akureyrar alls 381,6 km hófst í morgun. Markmiðið er að nota sem minnst eldsneyti en 19 bílar taka þátt og hægt er að fylgjast með ferðum þeirra í rauntíma.

Á meðal þeirra bíla sem eru skráðir til leiks má nefna: Toyotu Auris, Kia Niro Hybrid, Lexus RC300h, Hyundai i20, Renault Clio, Peugeot 308, BMW X1 18d xDrive, Mercedes-Benz E Class,  Nissan Navara, Toyota Land Cruiser og Subaru Outback en allir bílarnir eru 2016 árgerðir.

Bílarnir eru útbúnir með ökurita og er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á vef FÍB.

Það var Ómar Ragnarsson sem ræsti bílana af stað en þeir hófu leik með tveggja mínútna millibili og munu keyra innan löglegra marka alla leiðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert