Styrktarsöfnun fyrir Ágústu Örnu

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir slasaðist alvarlega þegar hún féll niður rúma …
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir slasaðist alvarlega þegar hún féll niður rúma sex metra á mánudagskvöld.

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir Ágústu Örnu Sigurdórsdóttur, sem lamaðist þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á Selfossi fyrr í vikunni. Ágústa féll 6,3 metra og þykir kraftaverk að hún hafi lifað fallið. Hún höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði og hryggbrotnaði. Ágústa er lömuð frá brjósti eftir slysið.

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar er Ágústa komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína, sem er hjá henni öllum stundum. „Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem auk þess að taka á líkamlega og andlega mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið.“

Númer styrktarreikningsins er 0325-13-110203 og kennitalan 270486-3209. Reikningurinn er hjá Arion banka og verður Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, fjármálastjóri söfnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert