Tómarúm eftir samninginn

Þurft gæti fleiri stöðugildi eða breytt skipulag skólastarfs að sögn …
Þurft gæti fleiri stöðugildi eða breytt skipulag skólastarfs að sögn fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr kjarasamningur grunnskólakennara, sem bíður staðfestingar félagsmanna, felur í sér minni kennsluskyldu umsjónarkennara, eða einni færri kennslustund í hverri viku.

Af um 4.500 grunnskólakennurum eru í kringum 2.200 umsjónarkennarar. Hver þeirra getur kennt 26 tíma á viku og því er ljóst að með breytingunni mun skorta sem nemur tæpum 85 stöðugildum.

Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir breytinguna ábyggilega munu auka þörf fyrir kennara í grunnskólum landsins. „Þetta er dýr samningur fyrir sveitarfélögin, það fer ekkert á milli mála,“ segir hún í umfjöllun um samninginn í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að þurft gæti fleiri stöðugildi eða þá breytt skipulag skólastarfs.

Uppfært: Í fréttinni var þess áður getið að kennslustundum myndi fækka um eina á hverjum degi. Hið rétta er að samkvæmt nýjum kjarasamningi myndi þeim fækka um eina á hverri viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert