Unnið við brú yfir Hafnarfjarðarveg

Í dag, 26. ágúst, verður unnið við brú yfir Hafnarfjarðarveg við Hamraborg. 

Af þeim sökum verður þrenging úr tveimur akreinum í eina frá kl. 09:00 og fram eftir degi. Hraði er takmarkaður við 50 km/klst. á vinnusvæðinu.

Framkvæmdir á brú yfir Blöndu á Blönduósi

Vegna framkvæmda á brú á Blöndu á Blönduósi verður önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum frá 16. ágúst til 1. desember. Athygli er vakin á því að akbraut er einungis 3,0 m að breidd og vegfarendur beðnir um að gæta fyllstu varúðar.

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Vegna framkvæmda við nýja biðstöð strætó við Aðaltún í Mosfellsbæ er þrengt að umferð á Vesturlandsvegi. Reiknað er með að vinnan standi út september. Ökumenn eru hvattir til að virða umferðarmerkingar á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert