Verðlaunað fyrir snyrtileika og fegurð

Nokkrir íbúa Gaukáss.
Nokkrir íbúa Gaukáss.

Gaukás 39-65 er Stjörnugata Hafnarfjarðar í ár, en gatan hlýtur nafnbótina sem fallegasta gata bæjarfélagsins. Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 11, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 29 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum en fjölbýlishúsið við Hringbraut 2a, 2b og 2c hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt útisvæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ, sem vill með viðurkenningunum vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins.

Þrjú fyrirtæki voru verðlaunuð fyrir góða umgengni og framlag til umhverfismála; Héðinn, Te og Kaffi, og Krónan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert