Viðar ráðinn prestur við Landakirkju

Landakirkja
Landakirkja mbl.is/Gísli Sigurðsson

Viðar Stefánsson, 26 ára gamall guðfræðingur frá Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, hefur verið ráðinn prestur við Landakirkju, Vestmannaeyjaprestakalli, frá og með 1. september 2016.

Þetta var niðurstaða valnefndar eftir viðtöl við þá fjóra umsækjendur sem sóttu um starfið. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, staðfesti svo val nefndarinnar í gær að því er segir í frétt á Eyjafréttum.

Viðar hefur starfað sem leiðtogi í barnastarfi m.a. í Skálholti og í Áskirkju í Reykjavík og hefur starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ undanfarna mánuði. Þessa stundina leggur hann stund á sálgæslufræði á framhaldsstigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert