Andlát: Atli Helgason knattspyrnuþjálfari

Atli Helgason.
Atli Helgason.

Atli Helgason, prentari og knattspyrnuþjálfari ,varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 24. ágúst, á 86. aldursári.

Atli fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1930, sonur hjónanna Helga Guðmundssonar kirkjugarðsvarðar og Engilborgar Helgu Sigurðardóttur. Atli ólst upp í stórum systkinahóp í Vesturbænum.

Hann lærði prentiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði síðan um árabil í prentsmiðju Víkingsprents og síðar Umslagi.

Atli hóf ungur að æfa knattspyrnu með KR og varð margfaldur meistari með liðinu. Síðan tók við yfir þriggja áratuga starf við þjálfun yngri flokka KR, sem skilaði af sér mörgum af bestu leikmönnum félagsins um langt skeið. Atli innleiddi nýjar aðferðir við þjálfun með áherslu á tækni og lipurð, og tók þátt í stofnun fyrsta knattspyrnuskóla KR fyrir yngstu kynslóðina í lok áttunda áratugarins. Á seinni hluta starfsævinnar ferðaðist Atli mörg sumur umhverfis Ísland og sá um knattleikninámskeið á vegum KSÍ auk nefndarstarfa í þágu íþróttarinnar. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ og KRR, og hlaut m.a. viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir störf í þágu unglinga í borginni.

Eiginkona Atla var Jóna Greta Sigurjónsdóttir, hún lést árið 2013.

Hann lætur eftir sig 4 börn, Björgu Helgu, Auði, Hildi og Þorkel, níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert