Drekarnir í Staðarfjalli í Öræfasveit kyssast

Öræfasveitin skartar sínu fegursta í góða veðrinu um þessar mundir og umhverfið svíkur engan. Þangað hefur verið stöðugur straumur ferðamanna að undanförnu. Þar leynast víða perlur í landslaginu og sumar hafa fáir eða engir komið á, þótt þær sjáist úr fjarlægð. Upp af Kvíárjökli er Staðarfjall, sem státar af tveimur drekum.

Sagan segir að þeir hafi á sínum tíma gleymt sér í kossaflensi og orðið að steini efst í fjallinu við sólarupprás. Vítin eru til að varast þau en sjón er sögu ríkari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert