Megn óánægja með innheimtu

Reykjavíkurborg þarf ekki að borga fyrir löggæslu á Menningarnótt.
Reykjavíkurborg þarf ekki að borga fyrir löggæslu á Menningarnótt. mbl.is/Freyja Gylfa

Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa í áraraðir verið krafin um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða, jafnt lítilla sem stórra.

Á sama tíma hefur Reykjanesbær ekkert þurft að greiða vegna Ljósanætur, og Reykjavíkurborg ekki heldur vegna Menningarnætur, fjölmennustu hátíðar landsins.

Fjölmargir viðmælendur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag, jafnt sveitarstjórar sem og formenn ýmissa hátíðarnefnda, greina frá megnri óánægju sinni vegna þessa.

Horfa þeir nú til ágreinings Fjallabyggðar og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um löggæslukostnað vegna Síldarævintýris á Siglufirði, sem fram fór síðustu verslunarmannahelgi.

Lögreglan hafði þá sett það skilyrði fyrir jákvæðri umsögn til sýslumanns, um útgáfu svokallaðs tækifærisleyfis, að löggæslukostnaður yrði greiddur. Svo fór að sveitarfélagið samþykkti að hlíta úrskurði atvinnuvegaráðuneytisins, og er hans nú beðið víða um land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert