Skipta út vallarljósum frá Bandaríkjaher

Norður-suðurbrautin sem nú er verið að malbika.
Norður-suðurbrautin sem nú er verið að malbika. Ljósmynd/Rúnar Jón Friðgeirsson

Meðal þess sem felst í umfangsmiklum framkvæmdum sem nú standa yfir á Keflavíkurflugvelli er að ljósakerfi frá tímum Bandaríkjahers verður skipt út og leggja á sem samsvarar 100 kílómetrum af malbiki.

Áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um 20 milljarða króna, gert verður hlé á þeim í október og þráðurinn síðan tekinn upp næsta vor. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdirnar og við þær starfa á milli 60 og 70 manns.

Á flugvellinum eru tvær flugbrautir, austur-vesturbrautin og norður-suðurbrautin. Sú braut, sem nú er verið að endurnýja, er sú síðarnefnda og á meðan framkvæmdir standa yfir er flugumferð beint að hluta til yfir á hina brautina.

„Það var ákveðið að endurnýja hana í sumar því þá er minni hætta á hliðarvindi á AV-brautinni, en þegar hann er getur verið erfitt að lenda á henni,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir að þrátt fyrir framkvæmdir sé alltaf einhver hluti NS-brautarinnar opinn. „Núna er t.d. rúmur helmingur, 1.600 metrar af henni, opinn, en hún er 3 kílómetrar á lengd og 60 metrar á breidd,“ segir Guðni.

Ljósakerfið á flugvellinum hefur fram að þessu verið byggt á bandarísku rafkerfi, en það nýja er með LED-ljósum eða díóðum. Að sögn Guðna fylgir því talsverður orkusparnaður. Í nýja kerfinu verða líklega um 6.000 ljós sem tengd verða saman með 150 kílómetra löngum kapli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert