Verja milljörðum í menningu

Íslendingasögurnar á 75 mínútum, nefnist leiksýning í Hörpu, sem stíluð …
Íslendingasögurnar á 75 mínútum, nefnist leiksýning í Hörpu, sem stíluð er sérstaklega inn á erlenda ferðamenn. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Fyrstu sjö mánuði þessa árs nam kortavelta erlendra ferðamanna í menningu, afþreyingu og tómstundir um 3,2 milljörðum kr., sem er aukning frá sama tíma í fyrra um 53%.

Með stóraukinni fjölgun ferðamanna til landsins hafa þeir í meira mæli sótt viðburði í menningu og listum og framboð slíkra viðburða hefur sömuleiðis aukist. Ferðamenn sækja leiksýningar, málverkasýningar, tónleika og söfnin, þar sem aðsókn hefur aukist verulega.

Viðmælendur Morgunblaðsins úr menningargeiranum voru flestir sammála um að fjöldi tækifæra væri til staðar. Markaðssetning á menningu landsins væri vannýtt sóknarfæri í ferðaþjónustunni. Tvær leiksýningar í Hörpu eru sérstaklega ætlaðar ferðamönnum og hafa þær laðað til sín þúsundir gesta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„How to become Icelandic in 60 Minutes“ hefur gengið fyrir fullu húsi í nokkur ár og í sumar hófust sýningar á úrvali Íslendingasagna, „The Icelandic Sagas - Greatest Hits in 75 Minutes“. Meðal hluthafa í því verkefni er sérstakur framtakssjóður sem fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.

Alls hafa um 65 þúsund gestir komið að jafnaði í Hörpu vikulega í sumar, þar af um 90% þeirra útlendingar. Í júlí komu 240 þúsund gestir, 60% fleiri en í fyrra. „Við erum orðin mest sótti ferðamannastaðurinn á Íslandi,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert