Ekki miklar áhyggjur af „þristum“

Frá Bárðarbungu.
Frá Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í Bárðarbungu snemmkveldis, sá stærsti þeirra 3,2 að stærð. Rólegt hefur verið yfir eldstöðinni síðan. „Svona einn og einn þristur, við fáum ekki miklar áhyggur af þeim,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Ekki er óvenjulegt að jarðskjálftar af þessari stærðargráðu eigi sér stað í Bárðarbungu með hléum á milli, segir Sigurdís. Veðurstofan sé með sólarhringsvakt með jarðvirkninni og því sé vel fylgst með atburðum þar.

Næststærsti skjálftinn í dag var 2,8 að stærð en auk hans voru minnir jarðskjálftar í eldstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert