Engar hömlur á losun örplasts

Skólpdælustöð.
Skólpdælustöð. mbl.is/Jim Smart

Engar hömlur eru á losun örplasts með skólpi á Íslandi, líkt og í nágrannalöndunum Svíþjóð og Finnlandi. Afleiðingin er sú að Íslendingar losa út mun meira magn plastagna með skólpi.

Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í norrænu samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina (IVL) og Finnsku umhverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi.

Hrönn Jörundsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, stóð að gerð skýrslunnar, en hún hefur kynnt niðurstöður hennar fyrir bæði umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og borgarráði. „Við skoðuðum skólphreinsistöðvar og tókum annars vegar Klettagarðastöðina og skólphreinsistöðina í Hafnarfirði. Það sem við sáum, og kom okkur raunar ekki á óvart, var að eina hreinsunin sem er framkvæmd á þessum stöðum er grófsíun. Þegar maður er að skoða agnir sem eru minni en millimetri og niður í hundrað míkrómetra, sjáum við að stöðvarnar eru ekki að stöðva þessar agnir. Þær fara í gegnum stöðina og út í umhverfið,“ segir Hrönn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert