Enn unnið að biluninni hjá Vodafone

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Enn er unnið að því að lagfæra bilun sem upp kom í vélbúnaði Vodafone fyrir helgi, en bilunin veldur miklum hægagangi hjá hluta notenda tölvupóstþjónustu fyrirtækisins. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir vandamálið hvimleitt en Vodafone geri nú allt sem það geti til að koma kerfinu í lag sem allra fyrst.

„Kapp er lagt á að klára málið hið fyrsta,“ segir Gunnhildur spurð hversu langur tími sé eftir af viðgerðinni. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Þetta eru leifar af þessari bilun sem kom upp fyrir helgi í vélbúnaði.“

Frétt mbl.is: Bilun veldur hægagangi í póstþjónustu

Hún segir fyrirtækið hafa talið sig hafa komist fyrir bilunina um helgina en síðar hafi komið í ljós að svo hafi ekki verið. Er því unnið að því í samstarfi við þjónustuaðila að laga kerfið. Gunnhildur teku fram að enginn póstur sé glataður vegna bilunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert