Þakkar Íslandi fyrir hugrekkið

Listaverkið fyrir utan Byggðasafnið í Görðum.
Listaverkið fyrir utan Byggðasafnið í Görðum. Ljósmynd/Ella María Gunnarsdóttir

Íslenskir eldsmiðir hafa afhjúpað listaverkið Ilmapuu á svæði Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi, en verkið var hannað af eistneska eldsmiðnum Ivar Feldman.

Listaverkið var afhjúpað 26. ágúst, þegar 25 ár voru liðin frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eistlands fyrst þjóða.

Listaverkið sett upp.
Listaverkið sett upp. Ljósmynd/Ella María Gunnarsdóttir

Verkið var búið til í samvinnu eldsmiða á eldsmíðamóti sem fór fram á safninu fyrr í sumar, að því er kemur fram í tilkynningu.

Ljósmynd/Ingvar Matthíasson

„Járnskúlptúrinn Ilmapuu er leið til að sýna hvernig einn eistneskur eldsmiður þakkar Íslandi fyrir að hafa sýnt svona mikið hugrekki á erfiðum tíma,“ sagði Feldman í tilkynningunni og tekur fram að Ilmapuu sé þekkt tré í eistneskri sögu sem eigi sér margs konar merkingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert