Hjúkrunarfræðingaskortur háir starfinu

Hjúkrunarfræðinga vantar til vinnu á Landspítalann.
Hjúkrunarfræðinga vantar til vinnu á Landspítalann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skortur á hjúkrunarfræðingum gæti leitt til þess að ekki verði hægt að opna sumar deildir á Landspítalanum aftur að fullu eftir sumarlokanir.

Hver deildin og einingin á fætur annarri er að opna núna eftir sumarlokanir, eftir er að opna nokkur rúm á þremur deildum en allar sumarlokanir eiga að vera gengnar til baka um mánaðamótin.

„Það sem er vandamálið hjá okkur og sú áskorun sem við stöndum frammi fyrir núna, á öllum spítalanum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Ef það er eitthvert hökt á því að opna deildirnar er það vegna þess að það vantar hjúkrunarfræðinga,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert