Leita að húsnæði undir sýningu á legokubbum

Í Legolandi.
Í Legolandi. mbl.is/Golli

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur beint því til umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins að kanna hvort bærinn hafi til umráða húsnæði sem geti hentað undir sýningu á legokubbum.

Tilefnið er umleitan Guttorms Þorfinnssonar húsasmíðameistara, sem á í fórum sínum mikið safn ýmiss konar legoleikfanga. Guttormur hefur áður sýnt safn sitt og leyft börnum að leika með kubbana í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2012 og í Smáralind árið 2014.

Í Morgunblaðinu í dag segir Guttormur að hann hafi óskað eftir aðstöðu til nokkurra mánaða frá og með 1. september. Ætlunin sé að setja upp sýningu þar sem börn bæjarins séu velkomin að skoða stærsta safn landsins af legokubbum og þar bjóðist þeim einnig að kubba sjálf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert