Mótmæla bónusgreiðslum við Nordica

Mótmælendur fyrir framan Nordica í dag.
Mótmælendur fyrir framan Nordica í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö mótmælendur eru nú staddir á Hilton Nordica til að mótmæla bónusgreiðslum sem lagt hefur verið til að tuttugu starfsmenn eignarhaldsfélagsins Kaupþings fái greiddar, en um er að ræða kaupauka upp á tæplega 1,5 milljarða króna.

Um tíma stóð einn mótmælandinn með gjallarhorn og kallaði inn um dyr hótelsins, en tveir jakkafataklæddir menn hafa meinað mótmælendum aðgang að fundinum. Einungis kröfuhafar hafa aðgang að fundinum.

Las mótmælandinn upp nöfn starfsmanna eignarhaldsfélagsins og sagði að stoppa yrði greiðslurnar, sem hann kallaði þjófnað. Þá væri algjörlega óásættanlegt að 1.500 milljónir rynnu í vasa fárra starfsmanna Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert