Segir rök ráðherra ekki standast

Neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli hefur verið í umræðunni.
Neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli hefur verið í umræðunni. mbl.is/Árni Sæberg

Röksemd fjármálaráðherra um að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi til þess að ríkið megi afsala fasteignum á grundvelli fjárlagaheimildar fær ekki staðist.

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að vel megi vera að finna megi dæmi þess að ríkið hafi farið á svig við reglu 40. greinar stjórnarskrárinnar um að lagaheimild þurfi til afsals ríkisins á fasteignum sínum en engin dæmi séu í dómaframkvæmd Hæstaréttar um að reynt hafi á regluna, segir ennfremur í grein Jóns Steinars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert