Skjálfti að stærð 3,8 í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfti af stærðinni 3,8 mældist 5,7 kílómetrum norðaustur af Bárðarbungu um klukkan hálf tvö í dag.

Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að um tíu til fimmtán eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Hann segir að líklega sé um hreyfingu á öskjubrúninni að ræða en ekki kvikuhreyfingar eða óróa.

Sérfræðingar eru enn að skoða gögn frá Kötlu en þar er enn allt rólegt að sögn Martins.

Frétt mbl.is: „Ekki miklar áhyggjur af þristum“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert