Strekkingsvindur og rigning

Rigningu og roki er spáð.
Rigningu og roki er spáð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Útlit er fyrir rigningu eða rigningu með köflum víðast hvar á landinu í dag og þessu fylgir strekkingsvindur, að því er fram kemur í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun dregur mikið úr vindi og styttir upp víðast hvar, en áfram mun rigna suðaustan til á landinu. Fimmtudagurinn býður upp á svipað veður en áfram verður einhver væta suðaustan til, stöku skúrir sunnanlands, en þurrt að kalla fyrir norðan. Heldur hlýrra loft kemst upp að landinu aftur sem gæti gefið hækkandi hitatölur fyrir norðan á fimmtudag, meðan hitinn syðra verður á svipuðum nótum og verið hefur.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Austan 8-15 m/s og rigning S-til, hvassast með S-ströndinni. Norðlæg átt 5-10 síðdegis og víða rigning, en norðaustan 10-15 og úrkomulítið NV-til. Dregur úr vindi og vætu á morgun, en áfram rigning SA-til. Hiti 6 til 10 stig fyrir norðan, en upp í 16 stiga hiti syðst.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt 3-8 m/s og rigning SA-til, skúrir fyrir norðan, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti 6 til 13 stig, mildast SV-lands.

Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 m/s og smáskúrir, einkum S- og V-til. Hiti 9 til 13 stig.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir með S-ströndinni. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Rigning með köflum S- og V-til, annars úrkomulítið. Hiti víða 5 til 10 stig.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert