Svona mun Landssímareiturinn líta út

Búið er að gera þrívíddarmyndskeið sem sýnir hvernig Landssímareiturinn mun líta út að loknum framkvæmdum vorið 2018. Nýbyggingar á svæðinu hefjast í haust og standa vonir til um að safn um sögu Alþingis verði á svæðinu.

Lindarvatn ehf. sem lét gera myndskeiðið, en fyrirtækið er eigandi svæðisins og er sjálft í eigu Icelandair Group hf. og Dalsness ehf. Á reitnum verður hótel auk veitingastaða, verslana, safns og íbúða. Verslunarrýmið, sem verður mest Ingólfstorgsmegin, verður auglýst til útleigu á síðari stigum og þá verður frekari rekstur á reitnum kynntur síðar. 

Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Lindarvatns segir eigendur áhugasama um að safnið geti orðið að veruleika enda sé saga þinghalds og lýðræðishefðar hér á landi afar merkileg. Fari svo yrði það staðsettt á horninu gegnt Alþingishúsinu en hann tekur þó fram að ekki sé búið að útfæra endanlega í þessum efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert