Týnd að Fjallabaki

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til leitar að göngukonu sem varð viðskila við ferðafélaga sína í friðlandinu að Fjallabaki þar sem hún var í för með gönguhópi.

Rigningarúði og þoka er á leitarsvæðinu og skyggni takmarkað, eða um 150 metrar. Óskað hefur verið eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komi á svæðið og aðstoði við leitina ef tækifæri gefst, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu.

Uppfært kl. 13.25

Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað frá Reykjavík og mun taka þátt í leitinni. 

Uppfært kl. 14.06

Konan er fundin heil á húfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert