Næturfrost víða um land í nótt

Næturfrost getur leikið bláberin illa.
Næturfrost getur leikið bláberin illa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera má ráð fyrir næturfrosti víða um land í nótt, einkum fyrir norðan. Þetta segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þá er gert ráð fyrir norðlægri átt næstu klukkutíma, 3-8 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu norðan- og austanlands, en annars léttskýjuðu að mestu. Lægja muni og stytta upp á Norðurlandi í nótt.

„Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun, léttskýjað norðan jökla, en annars skýjað með köflum og skúrir eða dálítil rigning S- og V-lands seinni partinn. Víða næturfrost inn til landsins, en hiti 5 til 13 stig að deginum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert