Færri sækja um námslán hjá LÍN

Hressir Háskólanemar.
Hressir Háskólanemar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 500 færri umsóknir um námslán höfðu borist Lánasjóði íslenskra námsmanna í gær en á sama tíma í fyrra.

Að sögn Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra LÍN, er umsóknarfrestur um námslán fram í nóvember og gæti því fækkunin gengið til baka. Hún telur þó ekki ólíklegt að mun færri umsóknir berist þegar árið verður gert um. Hún kvaðst engar sérstakar skýringar hafa á þessari fækkun.

María Árnadóttir, starfsmaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði að þar á bæ hefðu menn frétt af þessari fækkun og reynt að leita skýringa. Mjög óformleg athugun benti til þess að margir námsmenn hefðu ákveðið að taka ekki framfærslulán á haustönn vegna aukinna auraráða. „Ýmislegt bendir til þess að margir stúdentar hafi nú meiri pening handa á milli en áður,“ sagði hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert