Útlit fyrir þyngri lömb

Sláturtíð. Lambakjöt úrbeinað. Ferskt kjöt er væntanlegt.
Sláturtíð. Lambakjöt úrbeinað. Ferskt kjöt er væntanlegt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útlit er fyrir að meðalfallþungi á dilkum verði góður í haust, meiri en á síðasta hausti. Sláturtíð hefst í dag með upphafi samfelldrar sauðfjárslátrunar hjá Norðlenska á Húsavík. Göngur hefjast í dag og fyrstu réttir verða um helgina.

„Við verðum klár í fyrramálið,“ sagði Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík, í gær. Regluleg haustslátrun hefst þar í dag og er það, eins og oft áður, fyrsta sláturhúsið sem hefur samfellda slátrun.

Slátrun í öðrum stórum sláturhúsum hefst undir miðjan mánuð. Sigmundur segir að byrjað verði rólega en reiknar með að komin verði full afköst þegar líða tekur á næstu viku. Reiknað er með að slátrað verði 95 þúsund kindum á Húsavík og 19 þúsund til viðbótar í sláturhúsi Norðlenska á Höfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert