Helsti glæpaforingi Gautaborgar drepinn

AFP

Maðurinn sem var skotinn til bana á bílastæði við Frölundatorg í Gautaborg er helsti glæpaforingi borgarinnar. Heimildir Aftonbladet herma þetta og að afleiðingarnar verði gríðarlegar.

Lögreglan hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hver maðurinn er  segist hafa ákveðnar grunsemdir um hver hann er.

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu eftir að tilkynnt var um fjölmarga skothvelli frá bílastæðinu rúmlega 21 í gærkvöldi og forðaði fólk sér skelfingu lostið á brott. 

Vitni segja í samtali við Aftonbladet að þau hafi heyrt um 20 skothvelli og að bifreiðin, sem hinn myrti var í, hafi verið skotin í tætlur.

Talsmaður lögreglunnar í Gautaborg, Hans Lippens, segir að það séu mjög sterkar vísbendingar um hver sá látni er en ekki verið gefið upp hver hann er fyrr en það hefur verið staðfest. Heimildir Aftonbladet innan úr lögreglunni herma hins vegar að þetta sé einn helsti glæpaforingi borgarinnar en sá er 33 ára gamall. 

Aftonbladet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert