Leggja milljarða í laxinn

Unnið við pökkun á laxi á Bíldudal, en eldið hefur …
Unnið við pökkun á laxi á Bíldudal, en eldið hefur skapað mörg störf. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjögur stór norsk fiskeldisfyrirtæki hafa á síðustu mánuðum keypt ráðandi eignarhluti í þeim fyrirtækjum sem stórtækust eru í uppbyggingu sjókvíaeldis í íslensku fjörðunum.

Áætla má að erlendu fyrirtækin setji 5 til 10 milljarða í þessar fjárfestingar á tiltölulega stuttum tíma. Umsóknir um fiskeldisleyfi sýna að fyrirtækin áforma mikla aukningu í eldi.

Aðkoma norsku fyrirtækjanna hraðar mjög uppbyggingu sjókvíaeldis hér á landi. Þau koma inn með þekkingu og tækni, auk fjármagnsins. Fyrstu áhrif fjárfestinganna eru þegar komin fram. Sameining Fjarðalax og Arnarlax á Vestfjörðum kemur til vegna fjármagns frá norska fiskeldisrisanum SalMar. Þá hafa fyrirtækin verið að fá búnað frá samstarfsfyrirtækjum sínum erlendis, að því er fram kemur í fréttaskýring um eldisáformin í Morgunblaðinu í dag.

 Frétt mbl.is: Kaupa 50% í Arctic Fish

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert