Rangur fiskur borinn fram í 22% tilvika

22% sýna sem starfsmenn MATÍS tóku á 22 veitingastöðum á höfuðborgasvæðinu og utan þess sýndu að ekki var um þá fisktegund að ræða sem pöntuð hafði verið af matseðli. Í rannsókninni fóru starfsmenn MATÍS á veitingastaðina, pöntuðu fisk og tóku úr honum sýni sem svo voru erfðagreind.

Tekin voru 50 sýni af veitingastöðunum og sýndu 11 þeirra að ekki var um þá fisktegund að ræða sem pöntuð var. Í bráðabirgðaniðurstöðum sem MATÍS kynnti í mars síðastliðnum kom fram að 30% sýna reyndust ekki af þeirri fisktegund sem pöntuð hafði verið af matseðli. Höfðu þá 27 sýni verið greind.

Rannsóknin og sýnataka hélt svo áfram í framhaldinu og er henni nú lokið og sýna niðurstöðurnar að 22% sýna reyndust af annarri tegund, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert