Ók á 64 km/klst á 30 km/klst svæði

Ökumaður mældist á 64 km/klst í gær í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í þrjá mánuði, auk þess að fá sekt upp á 45 þúsund krónur og þrjá refsipunkta í ökuferilskrá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að sex aðrir ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur á síðastliðnum dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert