Fáir eftirskjálftar í morgun

AF vef Veðurstofu Íslands.

Enginn órói hefur fylgt í kjölfar skjálfta í Mýrdalsjökli rétt fyrir níu í morgun og fáir eftirskjálftar mælst. Virðist skjálftinn enn sem komið er hafa verið stakur skjálfti. Þetta segir sérfræðingur á jarðvísindasviði Veðurstofunnar.

Áfram er fylgst vel með svæðinu, en í sumar hafa nokkrir skjálftar yfir 3 stigum mælst í jöklinum. Þá hafa vísindamenn farið reglulega og skoðað mæla á staðnum og tekið sýni. Skjálftinn í dag kallar þó ekki á að slíkt sé skoðað nánar í dag.

Frétt mbl.is: Skjálfti upp á 3,5 stig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert