Kannast ekki við beiðni um álit

Embætti landslæknis hefur ekki borist nein formleg beiðni um álit …
Embætti landslæknis hefur ekki borist nein formleg beiðni um álit eða rannsókn á tengslum Landspítala eða Háskóla Íslands við mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchi­ar­ini. mbl.is/Kristinn

Hvorki Embætti landlæknis né Siðfræðistofnun Háskóla Íslands kannast við að hafa verið beðin um álit frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna tengsla Land­spít­al­ans við mál ít­alska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að óskað hefði verið eftir áliti frá fyrrnefndum stofnunum vegna málsins.

Frétt mbl.is: Óska eft­ir áliti vegna máls Macchi­ar­ini

Macchiarini framkvæmdi skurðaðgerð þar sem plast­barki var grædd­ur í And­emariam Tek­les­en­bet Beyene árið 2011. Maður­inn sem um ræðir var bú­sett­ur hér á landi. Hann leitaði sér lækn­inga á Land­spít­al­an­um en í ljós kom að hann var með krabba­mein í hálsi. Var ákveðið að senda hann til Svíþjóðar þar sem grædd­ur var í hann plast­barki. Maður­inn lét síðar lífið. Grein um aðgerðina var birt í lækna­tíma­rit­inu Lancet. Tveir íslenskir læknar eru á meðal þeirra 27 lækna sem koma að greininni.

Sænsk rann­sókn hefur nú leitt í ljós að stjórn Karólínska stofnunarinnar hefði sýnt van­rækslu er hún réði skurðlækn­inn Paolo Macchi­ar­ini til starfa og leyfði hon­um að gera aðgerðir á sjúk­ling­um. Macchiarini var rekinn í mars síðastliðinn.

Siðfræðistofnun hvetur til íslenskrar rannsóknar

Í svari frá Embætti landslæknis kemur fram að ekki hafi borist nein formleg beiðni um álit eða rannsókn á tengslum Landspítala eða Háskóla Íslands við plastbarkaígræðsluna. Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar segir í samtali við mbl.is að stofnuninni hafi ekki borist formleg beiðni um álitsgjöf.

Siðfræðistofnun sendi heilbrigðisráðherra bréf í vor þar sem kemur fram að stofnunin telji plast­barka­málið eitt al­var­leg­asta siðferðis­slys í heil­brigðisþjón­ustu á Norður­lönd­un­um. Stofn­un­in hvet­ur til ís­lenskr­ar rann­sókn­ar á mál­inu.

Frétt mbl.is: Fékk rétta greiningu og tilvísun

Á mánudag leystu sænsk stjórn­völd stjórn Karólínsku stofn­un­ar­inn­ar í Svíþjóð frá störf­um eft­ir að rann­sókn leiddi í ljós að hún hefði sýnt van­rækslu er hún réð skurðlækn­inn Paolo Macchi­ar­ini til starfa og leyfði hon­um að gera aðgerðir á sjúk­ling­um. Þá hafa tveir fyrr­ver­andi rek­tor­ar við Karólínska há­skól­ann í Stokk­hólmi verið rekn­ir úr sænsku nó­bels­nefnd­inni vegna tengsla þeirra við málið. Í svari Embætti landlæknis segir að nýjustu upplýsingar um Karolinska háskólann breyti engu varðandi þörf á rannsókn á málinu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert