Stjórnarráðsreitur til skoðunar

Stjórnarráðið við Lækjargötu. Skoðað er hvort hægt sé að koma …
Stjórnarráðið við Lækjargötu. Skoðað er hvort hægt sé að koma öllum húsnæði allra ráðuneyta fyrir á einum reit í miðborg Reykjavíkur og hefur Framkvæmdasýsla ríkisins gert úttekt á málinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsætisráðuneytið fól Framkvæmdasýslu ríkisins það verkefni í vor að kanna húsnæðisþörf ráðuneytanna og athuga hvort mögulegt væri að koma starfsemi þeirra allra fyrir á stjórnarráðsreitnum svonefnda, milli Lindargötu, Ingólfsstrætis, Klapparstígs og Skúlagötu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, að rót hafi verið á húsnæðismálum nokkurra ráðuneyta.

Til að mynda geti velferðarráðuneytið ekki starfað áfram við Tryggvagötu vegna galla í húsnæði, forsætisráðuneytið muni einnig missa leiguhúsnæði sitt við Hverfisgötu á næstunni auk þess sem húsnæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins þyki bæði of stórt og óhentugt fyrir starfsemi þess. Einnig standi yfir endurgerð Arnarhvols, aðseturs fjármálaráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert