Jarðskjálftar í Kötlu í dag

Katla í Mýrdalsjökli.
Katla í Mýrdalsjökli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tveir jarðskjálftar að stærð 3,3 og 3 urðu í Kötluöskju í dag. Sá fyrri varð klukkan 15.57 og sá síðari klukkan 16.12. 

Smáhrina af skjálftum hófst í Mýrdalsjökli stuttu fyrir klukkan 14 í dag. Auk fyrrnefndu skjálftanna mældust tíu aðrir skjálftar og voru þeir allir mjög grunnt og innarlega í Kötluöskjunni, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að ekki sé óvenjulegt að slíkar jarðskjálftahrinur eigi sér stað á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert