Lilja íhugar varaformanninn

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Þórður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra íhugar alvarlega að gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu í byrjun október. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Aðspurð sagði hún að skorað hefði verið á sig að bjóða sig fram.

„Já það hefur verið skorað á mig og ég er svona að íhuga mína stöðu hvað það varðar,“ sagði Lilja. Spurð hvort hún hefði hug á að verða varaformaður Framsóknarflokksins svaraði hún því einnig játandi. Hún hefði fengið hvatningu víða að af landinu. Hún væri að meta stöðu sína og hvaða styrk hún teldi sig hafa.

Lilja var einnig spurð hvort hún vidi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiddi áfram Framsóknarflokkinn í þingkosningunum framundan svaraði hún því á þann veg að hún styddi núverandi forystu flokksins. Spurð áfram sérstaklega um Sigmund Davíð svaraði utanríkisráðherra: „Ég hef sagst styðja formanninn og það er alveg óbreytt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert