Þurfa að senda börnin heim

Leikskólabörn að leik en þessi mynd er úr safni og …
Leikskólabörn að leik en þessi mynd er úr safni og tengist því ekki fréttinni með beinum hætti. mbl.is/Styrmir Kári

„Við erum byrjuð að skerða þjónustu og lýsir það sér þannig að við sendum börn heim af einni deild á dag, en sjötta daginn fara systkini heim,“ segir Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri á Bakkaborg í Breiðholti, en orsök þessa er erfið staða leikskólanna í Reykjavík og áframhaldandi krafa um frekari niðurskurð af hálfu borgaryfirvalda. Á Bakkaborg starfa alls 28 manns og segir Elín Erna vanta 3 starfsmenn til viðbótar svo kalla megi leikskólann fullmannaðan.

Börnin eru alls 115 talsins og fer það eftir deildum hversu mörg börn eru send heim tiltekinn dag. Þannig eru suma daga 6 börn send heim en mest fer það upp í 26 börn. 

Aðspurð segir hún flesta foreldra taka þessari stöðu af æðruleysi.

„En sumir foreldrar eiga hins vegar mjög erfitt með að leysa þetta og skilja hreinlega ekki af hverju þessi staða er komin upp,“ segir Elín Erna og bætir við að sú skerðing sem nú er viðhöfð á leikskólanum dugi varla. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri á Sólborg í Vesturhlíð. Hún segir ástand þar vera lítt skárra en á Bakkaborg og þar hafi þurft að stytta vistunartíma barnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert