Eitt lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og ...
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og sveigjanlegra lífeyrissjóðakerfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði var kynnt í dag á fundi forsætis- og fjármálaráðuneytisins. Með breytingunni mun ríkið gera upp tugmilljarða halla á opinbera lífeyriskerfinu, lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 í 67 ár og launafólki verður gert auðveldara fyrir að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er á starfsævinni. Með þessu eru launakjör á milli markaðanna samræmd og jöfnuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef fjármálaráðuneytisins.

Breytingarnar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna taka til A-deildar lSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Um 35.000 manns greiða í þessa tvo sjóði.

Taki gildi 1. janúar á næsta ári

Í samkomulaginu er kveðið á um samræmingu og jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Í því felst einnig að unnið verði að því að jafna mismun á launakjörum á milli þessara geira vinnumarkaðarins. Miðað er við að eftir að breytingar hafa verið gerðar á lögum um LSR og samþykktum Brúar búi allir við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geti fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra.

Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt málið og það hefur að auki verið kynnt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

120 milljarða framlag ríkisins til LSR og Brúar

Tryggja á réttindi sjóðsfélaga í LSR og Brú með 120 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði, en þar af mun ríkið gjaldfæra 91 milljarð á yfirstandandi ári. Þessi eingreiðsla er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar

Með sérstökum samningi, sem gerður er samhliða samkomulagi allra aðila opinbers vinnumarkaðar, tekur ríkið að sér að greiða hlutdeild sveitarfélaga í skuldbindingum A-deildar LSR sem eru 20,1 milljarðar. Heildarkostnaður hins opinbera eykst því ekki umfram það sem óbreytt fyrirkomulag kallar á.

Tekið er fram að fjármögnunin geti komið til vegna aðstæðna í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna. Þrátt fyrir mikla gjaldfærslu gerir ráðuneytið ráð fyrir að afgangur verði af rekstri ríkissjóðs á árinu upp á 330 milljarða króna.

Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður í 67 ár

Í tilkynningunni kemur fram að tugmilljarða halli sé á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna vegna aldurssamsetningar sjóðsfélaga. Með þessu samkomulagi verður hann úr sögunni að sögn ráðuneytisins. Samhliða þessari fjármögnun verður ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á réttindum í A-deild LSR og Brúar afnuminn.

Auk fyrrnefndra atriða verður gerð breyting á aldurstengingu réttinda. Verðu grundvallarregla líkt og verið hefur á almennum markaði síðastliðinn áratug og lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67. Tryggt er að núverandi sjóðfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti eftir sem áður farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...