Eitt lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og ...
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og sveigjanlegra lífeyrissjóðakerfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði var kynnt í dag á fundi forsætis- og fjármálaráðuneytisins. Með breytingunni mun ríkið gera upp tugmilljarða halla á opinbera lífeyriskerfinu, lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 í 67 ár og launafólki verður gert auðveldara fyrir að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er á starfsævinni. Með þessu eru launakjör á milli markaðanna samræmd og jöfnuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef fjármálaráðuneytisins.

Breytingarnar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna taka til A-deildar lSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Um 35.000 manns greiða í þessa tvo sjóði.

Taki gildi 1. janúar á næsta ári

Í samkomulaginu er kveðið á um samræmingu og jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Í því felst einnig að unnið verði að því að jafna mismun á launakjörum á milli þessara geira vinnumarkaðarins. Miðað er við að eftir að breytingar hafa verið gerðar á lögum um LSR og samþykktum Brúar búi allir við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geti fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra.

Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt málið og það hefur að auki verið kynnt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

120 milljarða framlag ríkisins til LSR og Brúar

Tryggja á réttindi sjóðsfélaga í LSR og Brú með 120 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði, en þar af mun ríkið gjaldfæra 91 milljarð á yfirstandandi ári. Þessi eingreiðsla er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar

Með sérstökum samningi, sem gerður er samhliða samkomulagi allra aðila opinbers vinnumarkaðar, tekur ríkið að sér að greiða hlutdeild sveitarfélaga í skuldbindingum A-deildar LSR sem eru 20,1 milljarðar. Heildarkostnaður hins opinbera eykst því ekki umfram það sem óbreytt fyrirkomulag kallar á.

Tekið er fram að fjármögnunin geti komið til vegna aðstæðna í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna. Þrátt fyrir mikla gjaldfærslu gerir ráðuneytið ráð fyrir að afgangur verði af rekstri ríkissjóðs á árinu upp á 330 milljarða króna.

Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður í 67 ár

Í tilkynningunni kemur fram að tugmilljarða halli sé á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna vegna aldurssamsetningar sjóðsfélaga. Með þessu samkomulagi verður hann úr sögunni að sögn ráðuneytisins. Samhliða þessari fjármögnun verður ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á réttindum í A-deild LSR og Brúar afnuminn.

Auk fyrrnefndra atriða verður gerð breyting á aldurstengingu réttinda. Verðu grundvallarregla líkt og verið hefur á almennum markaði síðastliðinn áratug og lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67. Tryggt er að núverandi sjóðfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti eftir sem áður farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...