Ástþór mun bregða búi

Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi.
Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi.

„Ég er að hætta búskap. Ætla ekki að nota örorkubæturnar til þess að borga með því sem ætti að skila mér tekjum,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Melanesi á Rauðasandi. Hann setur um 200 lömb í slátrun í næsta mánuði, en 150 kindur sem verið hafa á vetrarfóðrum verða seldar ef einhver vill. Annars fara þær í slátrun.

Frétt mbl.is: Hvetja bændur til að selja kjötið í heimsölu

Eins og fram hefur komið lækka sláturhúsin skilaverð til bænda fyrir lambakjöt um að jafnaði 10% frá fyrra ári eða í 538 kr. kílóið. Fyrir fullorðið fé verða greiddar 115 kr. „Þetta eru engar tekjur og svo fæst ekki lengur fólk í smalamennsku. Ég verð að hætta og býst við að fleiri bændur hér vestra geri hið sama á næstunni. Það gæti orðið fjárlaust á Rauðasandi,“ segir Ástþór, sem vakið hefur athygli fyrir búskap sinn, en hann er lamaður neðan mittis eftir bílslys fyrir mörgum árum.

Segist þó ótrauður geta haldið búskap sínum áfram, ef afkoman öll væri ekki brostin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert