Greiði fyrir aðstoð við Ólaf Ragnar

Utanríkisráðuneytið óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna starfsmanns í …
Utanríkisráðuneytið óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna starfsmanns í hálfu starfi sem veita muni Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, ýmsa þjónustu. mbl.is/Golli

Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis nú í kvöld. Ýmissa grasa kennir í frumvarpinu, m.a. er þar að finna 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna, sem og og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna.

Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og þá er gert ráð fyrir 200 milljónum til viðbótar til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna.

Það vekur einnig athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna starfsmanns í hálfu starfi sem veita muni Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, ýmsa þjónustu. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði og gert er ráð fyrir sjö milljón króna kostnaði vegna þessa á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert